151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði.

21. mál
[15:38]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Hér greiðum við aftur atkvæði um frumvarp sem er stór réttarbót, sérstaklega fyrir trans fólk og fólk með kynhlutlausa skráningu. Þetta er gríðarlega mikilvægt mál því að hér erum við að uppfæra texta í lögum til samræmis við breytt tungutak sem skýrist af aukinni víðsýni og skilningi í samfélaginu á því að fjölskyldur og fólk, þar með foreldrastaða, er alls konar. Þess vegna er þetta algjört tímamótamál og ég er mjög stolt af því að hér skulum við í miklum meiri hluta styðja það.