151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

atvinnuleysistryggingar.

300. mál
[11:15]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Við skulum vona að viðspyrnan verði slík á nýju ári, þegar við komumst öll í bólusetningu og getum aftur farið að ferðast, að við þurfum ekkert á atvinnuleysistryggingastuðningi að halda. Við skulum vona að við verðum þar, en við erum ekki þar núna. Það er fólk sem þarf að reiða sig á rúmlega 100.000 kr. fjárhagsaðstoð sveitarfélaga vegna þess að það hefur verið atvinnulaust lengur en réttindin leyfa. Að ætla ekki að styðja við tillögu um framlengingu á þessu réttindatímabili um einungis sex mánuði sýnir svo mikla mannvonsku. Við erum að reyna að grípa fólk sem stendur verst, sem stendur allra verst. Við erum að því alla daga. Ég skil ekki hvers vegna við ætlum ekki að styðja við þennan hóp. Þetta eru ekki það margir að við getum ekki gripið þá og við eigum að gera það.