151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

atvinnuleysistryggingar.

300. mál
[11:17]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Forseti. Hér erum við að fjalla um hlutabótaleiðina. Við erum að tala um að færa hlutabótaleiðina niður í 30%, en stjórnarliðar tóku þá ákvörðun að hafa hlutabótaleiðina einungis í 50% hlutfalli síðasta sumar. Með því var hlutabótaleiðin því miður lemstruð mjög og hér er verið að taka undir með meiri hlutanum í efnahags- og viðskiptanefnd, sem hvatti einmitt Alþingi til að íhuga að færa hlutabótaleiðina aftur niður. Núna grípur hlutabótaleiðin eingöngu þá sem voru í meira en 70% starfshlutfalli, meira en 70%. Við skiljum þarna stóran hóp eftir. Hlutabótaleiðin var mjög gott tækifæri fyrir okkur til að halda þessum þræði, sem er ráðningarsambandið. Það er það sem við greiðum atkvæði um núna, að reyna að tryggja fleiri áfram með þetta vinnusamband. Það skiptir máli.