151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

búvörulög.

376. mál
[11:23]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Matvælaframleiðsla á Íslandi fer ekki varhluta af veirufaraldrinum frekar en aðrar greinar. Hún þarf aðstoð og líklega meiri en þá sem henni stendur nú þegar til boða í gegnum þær aðgerðir sem samþykktar hafa verið hér. Þetta er auðvitað líka staðan í nágrannalöndum okkar og við höfum séð stjórnvöld þar koma inn með kröftugri og beinni hætti til stuðnings þeim greinum en ekki með því að hræra í tollkvótum. En hvað gerist hér? Hér á að velta kostnaðinum af aðgerðunum og hjálpinni yfir á almenna neytendur. Kjötsala hefur m.a. dregist saman um 20–30% vegna skorts á ferðamönnum. En hverjir verða verst fyrir barðinu á skorti á ferðamönnum? Það er ferðaþjónustan, það eru 20.000 manns sem eru atvinnulausir í landinu. Þeir eiga að borga þennan kostnað. Þetta er alveg fáránlegt. (Forseti hringir.) Við hér inni getum örugglega borgað nokkur hundruð krónum meira fyrir hvert kjötkíló sem við kaupum (Forseti hringir.) en það geta ekki 20.000 atvinnulausir og tekjulægstu hóparnir. Þetta er skammarlegt.