151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

búvörulög.

376. mál
[11:26]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég styð þetta frumvarp en tel þó að það ætti að ganga mun lengra eins og gert hefur verið sums staðar í löndunum í kringum okkur, t.d. í Noregi þar sem útboðum tollkvóta hefur verið frestað. Að halda því fram að þetta hafi bein áhrif á vöruverð til neytenda er náttúrlega einhver annar veruleiki en blasir við okkur. (Gripið fram í.) Matvara sem framleidd er innan lands hækkar ekki þótt ekki sé flutt inn meiri matvara. Það eina sem gerist er að það verður meiri sóun á matvöru. (Gripið fram í.) Það verður meiri sóun og stærra kolefnisspor. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)