151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

búvörulög.

376. mál
[11:41]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í þessu máli lenda saman neytendur og bændur. Báðir eiga að hafa sinn rétt, neytendur sérstaklega, og sennilega hefur þetta minnst áhrif á þá sem minnst hafa í þessu þjóðfélagi, þeir hafa hvort sem er ekki efni á kjöti. Þeirra eru hrísgrjónin. En það furðulegasta við þetta er að fólk lætur sér detta í hug að fara aftur í gömlu gauðslitnu gúmmístígvélin, götótt og lek, aftur til fortíðar. Er engin framtíðarhugsun? Þið eruð örugglega búin að gleyma því en þið voruð blaut í lappirnar í slíkum skóm. Það var búið að reyna þetta. Það gildir ekki, það gagnast ekki. Nei, förum bara aftur þangað og verum þar vegna þess að í einhverri minningu var mjög gott að vera þar. Hugsum aðeins fram í tímann, hugsum um neytendur, hugsum um bændur.