151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[12:23]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég fór yfir það í ræðu við fjárlagaumræðuna að til viðbótar þessari óvissu þá vissum við ekki alveg hvaða samfélög risu aftur úr öskustónni. Það gæti kannski líka verið breyta. Ég hef ekki áhyggjur af ríkissjóði varðandi næsta ár, fjárlögin og þol ríkissjóðs vegna þeirra útgjalda sem þar eru. Fréttir vegna bóluefnis eru svona sitt á hvað þessa dagana, ég held að það sé kannski ekki varlegt að álykta mjög sterkt út frá því í dag hvort það dragi viðspyrnuna á langinn, en viðspyrna einhvern tímann upp úr miðju næsta ári held ég að sé, þrátt fyrir fréttir af bóluefni, fyllilega raunhæf og bati á grunni þess að hér losni aðeins aftur um höft og að efnahagslífið geti aftur hafið uppbyggingu til sóknar. Ég held að engar aðrar fréttir séu í dag sem ekki geta staðfest að það geti orðið raunin.