151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[12:37]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður skildi kannski ekki eftir neina spurningu handa mér í seinna andsvari en hélt áfram að ræða það sem ég held að við séum í öllum aðalatriðum sammála um, að við þurfum að hafa skýra mælikvarða. En ég leyfi mér, þrátt fyrir að þingmaðurinn hafi ekki kost á að koma í andsvar við mig, að segja: Ég átta mig á þessari pólitík Pírata, að vilja hafa formið rétt og hafa skýra mælikvarða. En hvað finnst Pírötum almennt? Hvaða áherslur vilja þeir leggja í samfélaginu með beitingu ríkisfjármála?