151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[20:23]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þessi ríkisfjármálaáætlun og fjármál hins opinbera á síðustu árum hafa einkennist af nokkrum þáttum. Ég ætla í fyrsta lagi að nefna stóraukin útgjöld til menntamála. Aldrei höfum við gefið jafn mikið í varðandi framhaldsskólastigið, háskólastigið. Annað sem mig langar að nefna hér er nýsköpun, rannsóknir og þróun. Leiðin út úr Covid hjá þessari ríkisstjórn er einmitt sú.

Að stjórnarandstaðan komi hingað í pontu og reyni að gera lítið úr því er ekki trúverðugt. Við vitum öll að hreinar skuldir ríkissjóðs eru búnar að fara úr 20% af landsframleiðslu í yfir 60%. Af hverju getum við gert þetta? Vegna þess að stjórn ríkisfjármála hefur verið sérstaklega góð á undanförnum árum. Þess vegna erum við að koma þjóðinni út úr Covid með því að beita skynsemi í ríkisfjármálum.