151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

tekjuskattur.

374. mál
[20:55]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Eitt er hægt að segja um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, hún er með forgangsröðunina alveg á hreinu. Í morgun felldu stjórnarliðar tillögu um að lengja tímabil atvinnuleysisbóta um sex mánuði svo fólkið sem er að klára rétt sinn þurfi ekki að segja sig til sveitar í atvinnukreppu þar sem enga atvinnu er að fá. Sú aðgerð hefði kostað litlu meira en aðgerðin og tillagan sem stjórnarliðar eru núna að samþykkja, að lækka skatta á ríkasta fólkið í landinu. Ég segi nei.