151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

vegalög.

412. mál
[20:57]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Virðulegur forseti. Við greiðum hér atkvæði um snotra framlengingu á vegalögum, nr. 80/2007, með síðari breytingum, þ.e. framlengingu öðru sinni til allt að eins árs. Hv umhverfis- og samgöngunefnd fundaði með ráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Vegagerðinni og er einhuga í málinu. Ég greiði þessu atkvæði í trausti þess að ötullega verði unnið að lúkningu málsins og það klárað fyrir lok vorþings, eins og raunar hagsmunaaðilar telja sjálfir að sé raunhæft.