151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

horfur um afhendingu bóluefnis vegna Covid-19, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[12:37]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Herra forseti. Ég þakka þessar upplýsingar, en ég ítreka spurninguna til ráðherra um hvort hæstv. ráðherra sé sannfærður um að við höfum farið bestu leiðina við það að tryggja okkur bóluefni og ítreka spurninguna: Hver er munurinn á Íslandi og Bretlandi til að mynda hvað þetta varðar? Hvar liggja tafirnar hér? Má ætla að þessi tíðindi um að framleiðsla sé komin á fullan skrið hjá Pfizer í Evrópu þýði að ekki verði verulegar tafir á bólusetningu hér á Íslandi umfram það sem þegar er orðið? Það séu ekki viðbótar tafir verulegar miðað við fyrri áætlanir stjórnvalda.