151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[14:39]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við skulum gera okkur grein fyrir því að frumvarpið eins og það lítur út núna og velflestar breytingartillögurnar gera þetta mál ekki að jafnréttismáli. Það gerir stöðu jafnréttis verri ef eitthvað er. Hlutfallsleg skipting fæðingarorlofs eins og það er núna og eins og það verður eftir þessar breytingar verður verri fyrir konur. Þær taka hlutfallslega lengra fæðingarorlof en núna. Eina breytingin í öllu málinu og öllum þeim breytingartillögum sem liggja fyrir er hluti af breytingartillögu Pírata um að falla frá skerðingu launa þannig að í stað 80% af launum fá allir 100%. Þá er engin ástæða lengur fyrir því að taka efnahagslega ákvörðun um að skipta fæðingarorlofi ójafnt á milli foreldra. Það er ástæðan fyrir því að ég get stutt breytinguna fjórir, fjórir, fjórir. Ef ekki er hægt að samþykkja þessar efnahagslegu breytingar á bak við frumvarpið þá er síst skaðlega breytingin jafnréttislega séð í rauninni fimm, fimm, tveir, sem er í frumvarpinu.