151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[14:51]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér takast á sjónarmið forræðishyggju og frelsis í því atriði sem mest er deilt um, sem er skipting þeirra mánaða sem til ráðstöfunar eru. Við í Miðflokknum fögnum því að frumvarpið feli í sér 12 mánuði til skiptingar milli foreldra en við leggjum til, eins og komið hefur fram hér, að mánuðirnir 12 verði til frjálsrar ráðstöfunar foreldra enda hlýtur mál sem þetta alltaf að hafa hagsmuni barnsins númer eitt, tvö og þrjú. Við höfnum þeirri forræðishyggju sem kemur fram í nálgun meiri hluta nefndarinnar. Ég vil nota tækifærið og hvetja alla frelsisunnandi Sjálfstæðisþingmenn hér inni til að styðja við breytingartillögu Miðflokksins sem gengur undir nafninu tólf, núll skipting í staðinn fyrir þá undarlegu skiptingu í fjóra og hálfan, fjóra og hálfan, þrjá sem varð moðsuða nefndarinnar.