151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[14:56]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég á fjögur börn. Ég átti þau öll fyrir árið 2000. Ég hafði það frelsi að vera heima hjá börnunum mínum. Það hafði maðurinn minn ekki, alls ekki. Þess vegna stend ég hér í dag og ætla að standa í lappirnar fyrir son minn.