151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:56]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég átta mig á því að það er ekki hefð fyrir því hér að maður tali um atkvæðagreiðslu eftir á þó að það séu kannski mörg rök fyrir því að gera það stundum. En á Íslandi er hefð fyrir jólagetraunum, jólagátum, og mig langar að nota tækifærið og senda eina út í þingsalinn. Þannig er að ef við leggjum saman atkvæði Vinstri grænna, atkvæði Framsóknar og nei-in við breytingartillögu minni hlutans frá því áðan þá kemur út talan 32, sem þýðir að það hefði verið raunverulegur möguleiki að fella þá tillögu og samþykkja óbreytta tillögu hæstv. ráðherra.