151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[16:11]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hér erum við að leggja til að hækka greiðslur þeirra sem eru í 25–49% vinnu úr 137.000 kr. í 190.000 kr. Mér finnst 190.000 kr. vera lágmark í fæðingarorlofi. Ég skil ekki tilganginn með því að gera það ekki því sá sem er í 25–49% vinnu hefur af einhverri ástæðu innan við hálft starfshlutfall og þarf örugglega á því að halda að fá meira en 137.000 kr.