151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[16:26]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Þessi breytingartillaga felur það í sér að Miðflokksmenn treysta íslenskum foreldrum fyrir velferð barna sinna. Auðvitað eru það vonbrigði að við skulum vera að ein um það. En það gerist stundum að við erum ein um hluti sem seinna meir kemur í ljós að við höfðum rétt fyrir okkur um. Það mun líka koma hér fram í framhaldi af þessu og kom fram í þeirri umfjöllun sem varð um málið þegar það var kallað hv. nefndar. Það er vanreifað. Það er ekki undir réttu flaggi. Það hefði þurft að taka þetta mál til baka og vinna það betur. Þessi breytingartillaga er örlítið skref til að reyna að laga þetta mál og það eru vonbrigði að hún verði ekki samþykkt.