151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[16:32]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Þetta er mikill gleðidagur og mikilvæg tímamót. Við erum hér að lögfesta það að börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni njóti réttar til líkamlegrar friðhelgi í tengslum við kyneinkenni sín og eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Þetta frumvarp er gríðarleg réttarbót fyrir hóp sem ekki hefur fengið að njóta friðhelgi hingað til en á sama tíma er búið þannig um hnútana að þeir sem þurfa á nauðsynlegri læknisþjónustu að halda fái hana. Það er mér gríðarlega mikil gleði og fagnaðarefni að sjá hvað er góð samstaða um þetta mál hér í þingsal. Til hamingju, íslenskt samfélag. Við ætlum að fagna því að við erum alls konar og við megum vera alls konar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)