151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[16:35]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Sem betur fer. Andstaða okkar í Miðflokknum við þetta frumvarp snýst ekki um andstöðu okkar eða fordóma gegn því að við getum verið alls konar. Andstaða okkar snýr að því að inn í þetta frumvarp eru dregin vandamál sem eiga ekki heima í því, vandamál þeirra sem eru ekki með ódæmigerð kyneinkenni heldur með lýti sem þarf að laga. Hv. formaður allsherjar- og menntamálanefndar getur blásið hér eins og 27 metrar á Stórhöfða. Það breytir ekki því að þetta mál eins og það er búið er vont. Þess vegna erum við Miðflokksmenn á móti því.