151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[16:36]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Það er víst venjan að ávarpa forseta en ekki einstaka þingmenn en ég er að velta fyrir mér hvort virðulegur forseti geti komið skilaboðum til hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Ég vil segja: Ekki er verið að hindra það að börn fái mikilvæga heilbrigðisþjónustu. Ég er að segja það sem þingmaður, háttvirtur samkvæmt sumum, sem greiddi atkvæði gegn tillögu hans.