151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs .

362. mál
[16:41]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að við séum að ljúka afgreiðslu þessa frumvarps. Ég vil þakka samstarf við hv. velferðarnefnd. Frumvarpið hefur tekið breytingum í meðförum nefndarinnar sem ég held að séu til bóta. Þetta frumvarp gerir það að verkum að við tökum utan um íþróttalífið í landinu, sem gegnir gríðarlega miklu hlutverki, þannig að það geti hafist aftur af fullum þunga þegar betur árar eftir Covid-faraldurinn.

Ég segi já við þessu og fagna því að við séum að afgreiða þetta frumvarp frá Alþingi í góðri sátt og í góðri samvinnu þvert á alla flokka.