151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[19:06]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Mig langaði bara til þess að það kæmi skýrt fram hérna varðandi það samkomulag sem gert var við Landspítala – háskólasjúkrahús um þann halla sem þar er. Í því samkomulagi er sem sagt ekki gert ráð fyrir því að finna fjárheimild til að eyða þeim halla. Það er einungis verið að leyfa þeim halla að vera næstu þrjú árin, ef ég skil þetta rétt, árin 2021, 2022 og 2023. Ég vildi bara fá það staðfest hvort það væri réttur skilningur hjá mér eða hvort það er eitthvað annað í þessu sem á að niðurgreiða eða eitthvað svoleiðis. Ég vildi bara fá það á hreint hvernig fyrirkomulagið er á því eftir þetta samkomulag.