151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[19:09]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka svarið, en það er enn pínulítið óskýrt hvort gerð sé krafa á einhverja niðurgreiðslu á þessum halla ef það skerðir ekki þjónustu, eða hvort ekki sé gerð nein krafa á niðurgreiðslu á hallanum. Þá er í rauninni bara verið að ýta því vandamáli á undan okkur þangað til 2024 — eða hvað? Kannski hæstv. fjármálaráðherra eða heilbrigðisráðherra, sem eru væntanlega hér í húsi vegna atkvæðagreiðslna, geti einfaldlega komið í ræðu hérna og útskýrt þetta fyrir okkur. Ég óska þess af forseta að hann komi þeim skilaboðum til ráðherra um að útskýra þetta fyrir okkur.