151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[19:10]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get líka alveg útskýrt þetta fyrir hv. þingmanni. Þetta er bókhaldsstærð og lögin segja: Þetta flyst yfir á næsta ár og síðan á að takast á við þann halla. Nú er þetta bara bókhaldstærð og aðilar koma sér saman um að þessi bókhaldsstærð eigi ekki að koma niður á neinu í starfseminni. Það þýðir að stærðin er þarna inni á reikningi en það hefur enginn heimild til að eyða henni eða koma með framlag á móti henni. Sú ákvörðun verður alltaf tekin á endanum af fjárlaganefnd og ég ætla ekkert að stýra því. Það gerir hæstv. forseti eða þeir aðilar sem hv. þingmaður kallar eftir komi hér og fjalli eitthvað meira um þetta. En það sem þarf að gerast og verður að gerast á endanum er að þeir aðilar sem rita undir þessa viljayfirlýsingu komi fyrir fjárlaganefnd og fari yfir málið hvað þessir aðilar hafa hugsa sér og hvaða kröfur eigi að gera.