151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[22:14]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kveð mér hér hljóðs til þess að lýsa ánægju minni með þann góða áfanga sem næst hér með þessari atkvæðagreiðslu í kvöld. Við jafnaðarmenn höfum lengi barist fyrir 12 mánaða fæðingarorlofi. Reyndar var samþykkt slík tillaga í þingsal í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, sem Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn tóku úr sambandi sumarið 2013. Við höfum lagt fram slíkar tillögur nokkrum sinnum á undanförnum árum en nú hefur náðst sátt og samkomulag og því fögnum við sannarlega í kvöld.