151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[22:23]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er sannarlega mikill gleðidagur í dag, að við skulum geta klárað þetta mál í sæmilegri sátt og samlyndi og það er engin spurning að hér er mikið framfaraskref tekið. Í því felst jafnræði og aukin réttindi, bæði til barnafólks og til barnanna, en það eru fleiri hlutir í þessu. Það er líka aukið jafnræði milli þeirra sem þurfa að fara um langan veg og fæða fjarri heimilum, sem er góð viðbót. Það er einnig verið að auka réttindi þeirra sem eru einir eða missa maka sinn eða eitthvað slíkt. Það er fullt af auknum réttindum sem við höfum misst sjónar á í umræðunni um skiptinguna. Skiptingin er fullkomlega ásættanleg og það er stoltur Framsóknarmaður sem ýtir á græna takkann hér á eftir.