151. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2021.

sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[17:57]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Mun það sem hv. þingmaður telur að sé rétt að gera skipta einhverju máli? Hvar fáum við að sjá gögn um skilyrði? Það er í rauninni, forseti, mjög undarlegt að þingmenn og þingnefndir séu beðnar um umsögn þegar við höfum ekkert í höndunum nema minnisblað frá Bankasýslunni og óskýra greinargerð frá hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra. Við erum ekki einu sinni með ársreikning bankans fyrir árið 2020 í höndunum. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann hafi ekki íhugað í það minnsta að það sé ekki skynsamlegt að selja hlut í banka, hversu stór sem hann kunni að vera, í dýpstu efnahagslægð í 100 ár. (Forseti hringir.) Hefur það ekki hvarflað um hugann að það sé kannski skynsamlegt að bíða þangað til að við vitum meira hvað verður um eignasafnið, (Forseti hringir.) vitum meira um hvað verður hreinlega um fyrirtæki sem treysta á (Forseti hringir.) samninga við viðskiptabankana o.s.frv.? Eykur salan ekki á óvissu sem er næg fyrir?