151. löggjafarþing — 47. fundur,  21. jan. 2021.

vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum .

368. mál
[13:54]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ég tek undir það að það er mikil og góð umfjöllun í villidýraskýrslunni, ef það má kalla hana það, um seli og hvali eða sjávarspendýr. Ástæðan fyrir því að það er ekki inni í þessu frumvarpi er einfaldlega sú að ekki náðist niðurstaða um það mál á milli ráðuneyta umhverfis- og auðlindamála og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, en ég tel sjálfur einsýnt að næsta skref sé að færa þessa tvo þætti undir lögin.