151. löggjafarþing — 47. fundur,  21. jan. 2021.

vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum .

368. mál
[13:58]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ég lít svo á að þessi lagaskilaákvæði sem fram koma í ákvæðum til bráðabirgða séu algerlega skýr hvað það varðar að í fyrsta lagi hafa Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun tvö ár frá gildistökunni til að ljúka við gerð stjórnunar- og verndaráætlana sem eru lykiltæki sem við höfum þegar kemur að því að undirbyggja ákvarðanatökuna. Á sama hátt lít ég svo á að það sé alveg klárt að ráðherra hafi þessar heimildir í millitíðinni eftir að lögin taka gildi og þangað til að stjórnunar- og verndaráætlanir eru tilbúnar til að aflétta þeirri friðun sem þarna er um að ræða og snýr að því að heimila nytjaveiðar, eggjatöku og veiðar til varnar tjóni sem þessi dýr geta haft í för með sér.

Ég er ekki með upplýsingar um það sem hv. þingmaður spurði um varðandi friðlýsingu æðarvarps en ég mun reyna að afla mér þeirra upplýsinga hér á eftir.