151. löggjafarþing — 47. fundur,  21. jan. 2021.

vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum .

368. mál
[14:07]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég hefði viljað hafa það aðeins skýrara varðandi álftir. Ég spurði sérstaklega út í álft vegna þess að hún er alfriðuð. Ég velti því líka fyrir mér að við erum aðilar að samtökum sem fjalla m.a. um stofnstærðir á villtum fuglum og spendýrum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að farið verði í að skilgreina hver sé stofnstærð t.d. grágæsa, heiðagæsa og álfta, því að það er líka hluti af því að vernda villt dýr að þeim má ekki fjölga of mikið því að það gæti valdið ágangi á auðlindir okkar og haft slæm áhrif á stofninn sjálfan.