151. löggjafarþing — 49. fundur,  27. jan. 2021.

samvinnufélög o.fl.

56. mál
[19:03]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það vakti athygli mína að þeir sem gagnrýnt hafa þetta mál hingað til eru eingöngu karlar og skal engan furða. Sumar þeirra kvenna sem eru á málinu hafa tekið til máls í umræðunni núna og í desember. Ég lít þannig á að þeim konum þyki þetta mál vera svo sjálfsagt að þær undrist hvað það tekur mikinn tíma hér á Alþingi að fjalla um að það eigi ekki rétt á því að fara hér í gegn. Varðandi álit Stefáns Más Stefánssonar prófessors þá hef ég sagt það hér úr ræðustól að við munum fjalla um hans umsögn milli 2. og 3. umr. og skoða ábendingar. En hingað til hefur ekkert komið fram (Forseti hringir.) sem segir að hætta sé á því að þetta mál standist ekki skoðun varðandi stjórnarskrá og ég tek líka mark á því.