151. löggjafarþing — 50. fundur,  28. jan. 2021.

fjárhagslegar viðmiðanir.

312. mál
[14:24]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Bryndís Haraldsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Ég flyt hér í fjarveru hv. þm. Óla Björns Kárasonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, nefndarálit með breytingartillögu um frumvarp til laga um fjárhagslegar viðmiðanir. Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín fulltrúa frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og frá Seðlabanka Íslands. Umsagnir bárust frá Arion banka og Seðlabankanum.

Með frumvarpinu er lagt til að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 frá 8. júní 2016, eins og henni var breytt með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2019, verði veitt lagagildi hér á landi. Fyrri reglugerðin er nefnd viðmiðanareglugerðin og sú síðari loftslagsviðmiðanareglugerðin.

Í umsögn Seðlabanka Íslands eru gerðar athugasemdir sem eru tæknilegs eðlis. Að höfðu samráði við ráðuneytið leggur meiri hlutinn til nokkrar tæknilegar breytingar og leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem liggja fyrir á þessu nefndaráliti og eru, eins og ég sagði, tæknilegs eðlis.

Undir nefndarálitið skrifa hv. þm. Óli Björn Kárason, Jón Steindór Valdimarsson, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Smári McCarthy og Willum Þór Þórsson.