151. löggjafarþing — 51. fundur,  2. feb. 2021.

samvinnufélög o.fl.

56. mál
[15:06]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M):

Herra forseti. Þetta mál hefur verið ítarlega rætt hér og ég hef gert rækilega grein fyrir afstöðu minni. Það eru ýmsir ágallar á þessu máli en ég ætla bara að nefna eitt atriði. Það liggur fyrir í málinu lögfræðilegt álit sem beðið var um af hálfu okkar Miðflokksmanna, m.a. um mögulegan árekstur við stjórnarskrá. Í umsögn Stefáns Más Stefánssonar prófessors kemur fram að á því leiki vafi hvort frumvarpið standist eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Af þessari ástæðu get ég ekki stutt frumvarpið.