151. löggjafarþing — 52. fundur,  3. feb. 2021.

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

466. mál
[16:04]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Við skulum ekki fara eins og köttur í kringum heitan graut. Forsætisráðherra byrsti sig áðan og talaði um að við festumst í fiskveiðiauðlindinni. En það er einmitt ástæðan fyrir því að ekki er fast kveðið á um tímabindingu. Það er verið að hlífa einni atvinnugrein umfram aðrar. Það væri miklu betra að ná samkomulagi um að þetta félli allt undir það sama. Það er ágætt að sjá að hér er skýrt talað um að gjald sé tekið af nýtingu í ábataskyni. Það er mjög gott. En af því að það er einmitt talað svona skýrt um gjaldtöku í ábataskyni og búið að skilja frá þessa samfélagslegu nýtingarstarfsemi er þá ekki líka málefnaleg ástæða til þess að kveða fastar á um að sú gjaldtaka skuli vera þannig að eigandinn fái hámarksgjald fyrir hana?