151. löggjafarþing — 52. fundur,  3. feb. 2021.

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

466. mál
[18:44]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ágætt að hv. þingmaður hefur eitthvað efnislegt um málið að segja. Spurt er um hvað ég eigi við. Ég er að tala um að á Alþingi hefur verið tekist á um stjórn fiskveiða um langt árabil og nú virðist mér sem sumir vilji leggja á það áherslu að binda enda á þá umræðu alla með því hreinlega að breyta stjórnarskránni. Þá þurfi ekkert að ræða þetta frekar. Og ég segi: Það er bara röng nálgun. Mér finnst krafan um þá tegund breytinga á stjórnarskránni sem felur í sér kröfuna um tímabundnar heimildir til nýtingar á sameiginlegum auðlindum illa rökstudd og rökin sem fram koma í frumvarpi hæstv. forsætisráðherra gríðarlega sterk og að baki því ákvæði er löng greinargerð sem er ítarlega rökstudd.