151. löggjafarþing — 52. fundur,  3. feb. 2021.

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

466. mál
[18:51]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Í frumvarpi hæstv. forsætisráðherra segir, með leyfi forseta:

„Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.“

Ef við myndum ná inn anda þess sem var í frumvarpi stjórnlagaráðs og endaði síðan með nefndaráliti frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013 þá var þar talað um fullt gjald og talað var um eðlilegt gjald í meðferð þingsins í málinu. Það sem við Píratar höfum verið að reyna að taka saman og passa upp á er að það sé fullt gjald, þ.e. markaðsgjald. Nú ætla ég bara að nota orðið markaðsgjald fyrir það sem segir í frumvarpi forsætisráðherra, „gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni“, þannig að allir þeir sem nýta auðlindir Íslands í ábataskyni borgi fyrir það markaðsgjald. Er það eitthvað sem myndi hugnast hæstv. fjármálaráðherra?