151. löggjafarþing — 53. fundur,  4. feb. 2021.

greining leghálssýna.

[13:19]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég tek undir það sem hæstv. ráðherra sagði. Það er mikilvægt að tala ekki niður opinbera heilbrigðisþjónustu. Þess vegna spyr ég: Treystir hæstv. heilbrigðisráðherra ekki opinberu starfsfólki á Landspítala og þeim nýju tækjum sem þar eru til þess að rannsaka þessi sýni? Öryggi og gæði skipta máli, ekki hvar þetta fer fram og þess vegna hlýtur að vera eðlilegt að hæstv. heilbrigðisráðherra svari þeirri spurningu hvers vegna ekki er notast við þessi nýju tæki.

Þá vil ég spyrja hvort tölvukerfi til að miðla upplýsingum frá hinni dönsku rannsóknarstofu sé tækt fyrir íslenska lækna. Átti landlæknir ekki að taka á þessu ástandi ef illa var að því staðið? Og loks spyr ég: Er hæstv. heilbrigðisráðherra kunnugt um að jafnræði ríkir ekki meðal landsmanna þegar kemur að aðgengi að heilsugæslu? Við vitum t.d. að á Suðurnesjum er 3.700 manna samfélag þar sem engin heilsugæsla er. Við vitum að á Suðurnesjum, sem eru (Forseti hringir.) sérstaklega illa stödd, hefur fólksfjölgun verið 30% en því miður er aðgengi íbúa á þessu svæði að heilsugæslunni afskaplega lítið.