151. löggjafarþing — 58. fundur,  23. feb. 2021.

aðgerðir vegna rakaskemmda í fasteignum.

36. mál
[13:50]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er fagnaðarefni að hv. velferðarnefnd hafi náð saman um þetta mál. Málinu var sennilega fyrst hreyft hér í þingsölum af hv. þm. Álfheiði Ingadóttur á þeim tíma og síðan fleiri þingmönnum þar á eftir. Nú er hæstv. ráðherra húsnæðismála falið að ná utan um þetta verkefni og taka á því af myndugleika því að það er rétt sem hefur komið fram við atkvæðagreiðsluna að um heilsufarsvanda er að ræða og hér er um gríðarlega mikið fjárhagslegt spursmál fyrir margar fjölskyldur að ræða. Það er fagnaðarefni að við skulum ná saman um að reyna að ná tökum á vandanum.