151. löggjafarþing — 60. fundur,  25. feb. 2021.

fjármálafyrirtæki.

7. mál
[13:48]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mál þetta er í grunninn gott. Hins vegar teljum við í Viðreisn að fara eigi varlega í sakirnar. Við vísum til títtnefndra sérfræðinga og vinnu þeirra en þeir lögðu einmitt til að hlutfallið sem við ræðum hér yrði á bilinu 10–15%. Við teljum rétt að vera varkár og velja frekar lægri kostinn. Þess vegna leggjum við fram breytingartillögu um að velja 10%. Jafnframt leggjum við fram tillögu um bráðabirgðaákvæði um að hlutfallið verði síðan tekið til endurskoðunar eftir fjögur ár. Það held ég að sé skynsamlegast í stöðunni. Það er varkárt og ég held að við eigum að vera þar í þeim málum sem varða bankastarfsemina.