151. löggjafarþing — 61. fundur,  2. mars 2021.

dagbókarfærslur lögreglunnar.

[13:22]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Hvort fjölmiðlum hafi verið mest umhugað um þetta þá held ég ekki að svo hafi verið. En þeir fjölluðu um þetta og spurðu mig um þessar reglur seinna um daginn eftir að þeir höfðu hringt margoft í mig eldsnemma morguns til að athuga hver hefði verið umræddur ráðherra. Ég ætla ekki að dæma um það hvað fjölmiðlum er mest umhugað um, en þetta var staðan. Fjölmiðlar fjölluðu um að færslan hefði verið óvenjuleg, hún hefði verið ítarleg, og margt slíkt kom fram í fjölmiðlum þennan sama dag. Það er líka rétt að geta þess að það er salur sem er til rannsóknar en ekki ráðherra. Voru þessi samskipti ekki mikilvæg? Ég skrái ekki og það er ekki skylda að skrá óformleg samtöl við yfirmenn stofnana til að leita mér upplýsinga. Eins og sjá má í reglum um skráningu samskipta fellur þetta símtal ekki undir ákvæði um skráningu mála. Upplýsingaöflun einstakra starfsmanna og ráðherra, til þess m.a. að veita fjölmiðlum og almenningi réttar upplýsingar, fellur einfaldlega ekki undir það ákvæði.