151. löggjafarþing — 61. fundur,  2. mars 2021.

breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi.

560. mál
[14:38]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Það er mjög mikilvægt að þessi skýrslubeiðni komi fram. Það er þó nokkuð síðan við í velferðarnefnd óskuðum eftir upplýsingum um þessar breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, mig minnir að það hafi verið í lok janúar. Síðan hafa margir sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins stigið fram og lýst þungum áhyggjum vegna þessa. Þetta er aðför að heilsu kvenna. Skimun krabbameina varðar heilsu og líf og mikilvægt er að traust ríki til heilbrigðiskerfisins. Þegar starfsfólkið sjálft sér að eitthvað er að þá ber að hlusta.