151. löggjafarþing — 61. fundur,  2. mars 2021.

Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað og aukatekjur ríkissjóðs .

273. mál
[15:41]
Horfa

Flm. (Björn Leví Gunnarsson) (P):

Forseti. Þetta er lítið og einfalt mál sem hefur verið flutt áður. Það var áður lagt fram á 148., 149. og 150. löggjafarþingi. Það er einfaldlega verið að gera það að skyldu að Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaði verði dreift á rafrænan hátt og að rafræn útgáfa verði notendum að kostnaðarlausu. Allt sem birt er verði aðgengilegt á tölvutækan hátt á aðgengilegu og opnu gagnasniði í opinni gagnagátt. Þetta er mjög einfalt frumvarp sem hefur verið flutt áður og ég vísa bara í fyrri ræðu hvað það varðar.