151. löggjafarþing — 61. fundur,  2. mars 2021.

utanríkisþjónusta Íslands .

274. mál
[15:42]
Horfa

Flm. (Björn Leví Gunnarsson) (P):

Virðulegi forseti. Þetta er mjög einfalt frumvarp sem hefur verið lagt fram tvisvar áður af þingflokki Bjartrar framtíðar, síðast á 145. löggjafarþingi, og var síðan endurflutt á 149. og 150. löggjafarþingi. Það snýst um að fella niður undanþágu frá meginreglu 7. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem skylt er að auglýsa störf hjá ríkinu, þannig að reglan gildi líka um skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra.

Frá því að frumvarpið var lagt fram hefur verið gerð breyting á lögum hvað varðar auglýsingu og tilfærslu sendiherra í starfi sem þyrfti að taka tillit til í nefndinni þegar 2. málsliður 2. mgr. 14. gr. laganna fellur brott. Taka þarf tillit til þeirra breytinga sem hafa verið gerðar síðan frumvarpið var lagt fram.