151. löggjafarþing — 65. fundur,  11. mars 2021.

um fundarstjórn.

[13:13]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég tek undir allt það sem komið hefur fram frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Það er sorglegt fyrir lýðræðið sjálft að meiri hlutinn skuli með þeim hætti sem fram hefur komið hafa reynt að hafa áhrif á störf þingmanna stjórnarandstöðunnar. Það er augljóslega verið að reyna að draga athygli frá mikilvæga málinu sem um ræðir. Hvernig á það líka ganga upp, virðulegi forseti, að við sem störfum í fastanefndum Alþingis getum ekki fjallað um það sem fram kemur þar? Í fyrsta lagi lít ég ekki svo á að trúnaður hafði verið brotinn yfir höfuð. Í öðru lagi var um að ræða upplýsingar er varða almenning. Mér finnst það sorglegt fyrir lýðræðið sjálft, virðulegi forseti, að meiri hlutinn beiti sér með þessum alvarlega hætti til að reyna að hafa áhrif á störf okkar sem erum hér þjóðkjörnir fulltrúar. Þetta er þöggunartilraun og ég legg til að forseti beiti sér fyrir því að slíkt sé ekki viðhaft hér á Alþingi Íslendinga.