151. löggjafarþing — 65. fundur,  11. mars 2021.

tilraunir til þöggunar.

[13:40]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Margt hefur komið fram í þessum umræðum því til stuðnings að full ástæða sé til að ræða málefni sem komið hafa fram í þessum tveimur nefndum, og ég ætla ekkert að fara að bæta við það eða draga umræðuna mikið á langinn. En það er eitt sem mig langar þó að nefna hér. Ég held að það sé sérstakt vandamál hér á Íslandi að það megi ekki ræða vandamál heldur sé alltaf rætt hvort það megi ræða vandann. [Hlátur í þingsal.]