151. löggjafarþing — 65. fundur,  11. mars 2021.

launamunur kynjanna.

[13:57]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Nei, ég tel ekki bjölluhringingar hæstv. ráðherra vera eina framlag hennar til jafnréttismála, en bendi á að við náum ekki árangri með táknrænum hætti heldur með aðgerðum. Þess vegna er ekki úr vegi að ræða hverjar þær eru, t.d. þá staðreynd að viðspyrnuaðgerðir ríkisstjórnarinnar miðast mun meira við hefðbundin karlastörf en þá sem verst hafa farið út úr kreppunni, sem eru m.a. konur, sér í lagi ungar konur og af erlendum uppruna. Kynjasjónarmið voru ekki höfð að leiðarljósi við mótun aðgerða ríkisstjórnarinnar heldur var rykið einfaldlega dustað af viðbrögðunum við fjármálakreppunni 2008, sem var allt öðruvísi (Forseti hringir.) og lagðist á allt aðra hópa. Ég spyr: Hvernig hyggst hæstv. ráðherra bregðast við þessu? Mun ríkisstjórnin endurskoða þessar aðgerðir þannig að þær taki meira mið af stöðu kvenna?