151. löggjafarþing — 65. fundur,  11. mars 2021.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[14:46]
Horfa

Katla Hólm Þórhildardóttir (P):

Virðulegur forseti. Ég borðaði hádegismat með systur minni í dag og hún spurði: Hvað er að frétta úr þessari vinnu sem þú ert í? Ég sagði: Heyrðu, það er bara ótrúlega gaman, nefndarfundir og mikið af upplýsingum, en ég má ekki segja frá þeim því að allt er trúnaður. En ég get snakkað um ekki neitt við þig og þannig. Og svo höldum við áfram að tala um hvernig þingið starfar og hvernig það virkar. Og hún kvartar við mig svona rétt eins og öll mín fjölskylda kvartar við mig mjög reglulega um að ekkert gerist hér á þessu þingi og ég segi: Ja, ég ber ekki ábyrgð á því, ég er sko í stjórnarandstöðu, þannig að þeir sem bera ábyrgð á því er fólkið sem getur látið hlutina gerast, þú þarft eiginlega að tala við það fólk. En ég skal reyna að gera það fyrir þig. En þau eru ekki hérna, aldrei. Og síðan, ef þau eru hérna og við spyrjum spurninga þá fáum við ekki svör við þeim spurningum. Ég reyndi að útskýra þetta fyrir systur minni í hádegismat. En henni er eiginlega alveg sama af því að henni líður eins og þingið sé ekki að gera neitt fyrir hana, með réttu.