151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

ákvæði um trúnað í nefndum.

[11:19]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Virðulegur forseti. Hér í gær benti ég forseta á tilhæfulausar dylgjur í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um að trúnaður, samkvæmt þingsköpum, hefði verið rofinn í þeirri nefnd, tilhæfulausar og ósannar dylgjur. Nú steig hér upp í pontu hv. þm. Ari Trausti Guðmundsson og sagði að gestir ættu yfirleitt að telja að það sem þeir segja í nefndum verði hvorki gert kunnugt úti í samfélaginu, túlkað né endursagt nema gengið sé frá slíku með tilteknum hætti. Þetta sagði þingmaðurinn í samhengi við umræðu gærdagsins, myndi ég halda.

Er þingmaðurinn, virðulegur forseti, að ýja að því að orð gesta hafi verið endursögð? Er þingmaðurinn að segja að þau hafi verið túlkuð eða þingsköp brotin á einhvern annan hátt? Þetta eru enn og aftur alvarlegar og tilhæfulausar ásakanir af hálfu þingmanna stjórnarmeirihlutans.