151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

ákvæði um trúnað í nefndum.

[11:21]
Horfa

Katla Hólm Þórhildardóttir (P):

Virðulegur forseti. Ég er frekar hissa að sjá að verið er að rifja upp umræðuna sem við vorum með í gær. Ég velti fyrir mér þessum orðum um að það muni hafa hamlandi áhrif á störf þingsins ef nefndarfundir eru opnir. Ég vil bara minna fólk á að við erum hér að starfa fyrir þjóðina. Þjóðin á rétt á því að vita við hvað við erum að starfa. Það er enginn trúnaðarbrestur að tjá sig um málefni sem við ræðum í hennar umboði. Ég ætla hreinlega að standa hér og halda því fram að það sé rosalega illa vegið að minni hlutanum hér á Alþingi, að ætla okkur að við séum sífellt að brjóta trúnað um okkar störf.